Pungmennafélagið Gulla

Tuesday, March 14, 2006

Búningar

Jæja þá er komið að búningavali.

1. Appelsínugulur og svartur

2. Fjólublár og skærgrænn

3. Rauður.

4. Blár

5. Svartur


Hvað segið þið??

kveðja,

Monday, March 13, 2006

Nafnið

Nú er hinni lýðræðislegu kosningu um nafn félagsins lokið og hafa öll atkvæði verið talin.

Úrslit Kosningarinnar:

Af 11 atkvæðum...

- Fékk Pungmennafélagið Gulla 8.

- Gulla Pungur og ásarnir fengu sitthvort atkvæðið.

Atkvæði Gunnars telst ógilt þar sem að ólíklegt er að sjúkraþjálfari hans fremji kraftaverk gegn meiðslum kappans. Gunnar verður að öllum líkindum ekki með og fær því ekki að kjósa.

Þá er Ljóst að félagið mun bera nafnið...

Pungmennafélagið Gulla

Friday, March 10, 2006

Skráning liðsins

Góðir gestir,

Þar sem að skráning liðsins mun fara fram á mánudag er nauðsynlegt að nafn sé til staðar.

Það hafa engar frekari uppástungur borist en þær 4 sem fyrir eru.

Hin lýðræðislega kosning, sem lofað var, er því hafin.

Reglurnar eru einfaldar og sem hér segir,

Liðsmaður skrifar nafn sitt og nafnið sem hann velur í commentakerfið. Það nafn sem hlýtur flest atkvæðið ber sigur úr bítum. Engin lágmarksþáttaka.

Appelsínugulu úlfarnir

Ásarnir

Gulla Pungur

Pungmennafélag Gullu.


Þá má ennþá koma með nýjar uppástungur og verða þær þá að hefja kosningabaráttu sína í commentakerfinu. Kosningunni líkur á sunnudagskvöld og........

í guðanna bænum takið þátt.

Þá er reikningsnúmerið f. þá sem vilja borga strax:

1157-05-400752
kt. er 240882-5159

10þúskall


kveðja,

Sunday, March 05, 2006

Stofnfundur

Tilvonandi meðlimir og aðrir gestir,

Föstudagskvöldið 3.mars var haldinn stofnfundur ónefnds knattspyrnuliðs í Hilmarshólma á Þorláksstöðum.

Mættir voru: Þorri, Egill, Logi, Benni ljóshærði, Gummi, Jónas, Andri, Hilli, Þorsteinn og Þórir.
10 menn smt. og staðfestu þeir allir þáttöku sína í hinu ónefnda liði.

Það sem helst var rætt um var eftirfarandi:

1. Að vefsíða þessi yrði sett upp sem samskiptamiðill leikmanna auk þess að svala þorsta áhangenda og ættingja. Hér munu koma fram hverjar áætlanir félagsins eru, hvenær leikir eru og uppástungur leikmanna svo fátt eitt sé nefnt. Er þess beiðst að meðlimir verði óhræddir við að láta í ljós skoðun sína og komi með tillögur hafi þeir slíkar. Allir greiðandi félagsmenn fá aðgang að síðunni.

2. Kostnaður á hvern leikmann ( miðað við amk. 18 leikmenn ) eru 10 þúsund slétt. Fer kostnaður sá aðallega í þáttökugjaldið sjálft og búningakaup. Þá er áætlað að eitthvað af kostnaðinum fari m.a. í kostun við æfingaleiki, Gleðisjóð Gullu og annan aukakostnað. Áhugasamir um nánari úttekt á einstökum kostnaðarliðum geta nálgast Word-skjal hjá Kristjáni eða Þorláki.

3. Samþykkt var með auknum meirihluta að hver leikmaður reyni hvað hann geti til þess að finna styrktaraðila í hvaða formi sem er. Peningastyrkur þykir mjög jákvæður.

4. Þá fór fram skipun á fyrirliða. Á örskammri stundu komust fundargestir að þeirri niðurstöðu að Guðmundur Ingi Björnsson væri tilvalin til þess að gegna stöðu fyrirliða. Varafyrirliði hefur ekki verið skipaður.

5. Ekki var komist að niðurstöðu varðandi nafn félagsins. Hins vegar var rætt um að tillögur yrðu sendar inná vefsvæðið.

Eftirfarandi tillögur komu fram á fundinum, og hlutu misgóðan hljómgrunn.

Appelsínugulu Úlfarnir.
Ásarnir.
Gulla Pungur.
Pungmennafélag Gullu.

Meðlimir eru vinsamlegast beðnir um að láta skoðun sína í ljós og einnig koma með tillögu á nafni liðsins. Lýðræðisleg kosning mun fara fram innan tveggja vikna.

5. Þá voru menn valdir í lykilstöður innan félagsins og eru þeir sem hér segir:

Stjórnarmenn félagsins eru tveir, þeir Þorlákur Helgi Hilmarsson og Guðmundur Ingi Björnsson og er sá síðarnefndi stjórnarformaður.

Með framkvæmdastjórn og stöðu gjaldkera fer Kristján Andrésson.

Forstöðumaður styrktaraðilaöflunarsviðs er Þorsteinn Lár Ragnarsson.

Þjálfari liðsins er Ásbjörn Elmar Ásbjörnsson.

Í aðrar stöður hefur ekki verið skipað.


Meðlimir liðsins sem hafa staðfest þáttöku sína auk þeirra 10 sem að ofan greinir eru Kristján Andrés, Villi, Baldur og Jói Díler.

Aðrir sem ekki hafa staðfest þáttöku sína en hafa verið boðinn félagsskapur skulu vinsamlegast staðfesta þáttöku sína með Nafni og kennitölu hér undir í COMMENTS dálknum.

Kveðja,

Friday, March 03, 2006

Pungurinn prufar

Gott fólk þetta er prufa