Sunday, March 05, 2006

Stofnfundur

Tilvonandi meðlimir og aðrir gestir,

Föstudagskvöldið 3.mars var haldinn stofnfundur ónefnds knattspyrnuliðs í Hilmarshólma á Þorláksstöðum.

Mættir voru: Þorri, Egill, Logi, Benni ljóshærði, Gummi, Jónas, Andri, Hilli, Þorsteinn og Þórir.
10 menn smt. og staðfestu þeir allir þáttöku sína í hinu ónefnda liði.

Það sem helst var rætt um var eftirfarandi:

1. Að vefsíða þessi yrði sett upp sem samskiptamiðill leikmanna auk þess að svala þorsta áhangenda og ættingja. Hér munu koma fram hverjar áætlanir félagsins eru, hvenær leikir eru og uppástungur leikmanna svo fátt eitt sé nefnt. Er þess beiðst að meðlimir verði óhræddir við að láta í ljós skoðun sína og komi með tillögur hafi þeir slíkar. Allir greiðandi félagsmenn fá aðgang að síðunni.

2. Kostnaður á hvern leikmann ( miðað við amk. 18 leikmenn ) eru 10 þúsund slétt. Fer kostnaður sá aðallega í þáttökugjaldið sjálft og búningakaup. Þá er áætlað að eitthvað af kostnaðinum fari m.a. í kostun við æfingaleiki, Gleðisjóð Gullu og annan aukakostnað. Áhugasamir um nánari úttekt á einstökum kostnaðarliðum geta nálgast Word-skjal hjá Kristjáni eða Þorláki.

3. Samþykkt var með auknum meirihluta að hver leikmaður reyni hvað hann geti til þess að finna styrktaraðila í hvaða formi sem er. Peningastyrkur þykir mjög jákvæður.

4. Þá fór fram skipun á fyrirliða. Á örskammri stundu komust fundargestir að þeirri niðurstöðu að Guðmundur Ingi Björnsson væri tilvalin til þess að gegna stöðu fyrirliða. Varafyrirliði hefur ekki verið skipaður.

5. Ekki var komist að niðurstöðu varðandi nafn félagsins. Hins vegar var rætt um að tillögur yrðu sendar inná vefsvæðið.

Eftirfarandi tillögur komu fram á fundinum, og hlutu misgóðan hljómgrunn.

Appelsínugulu Úlfarnir.
Ásarnir.
Gulla Pungur.
Pungmennafélag Gullu.

Meðlimir eru vinsamlegast beðnir um að láta skoðun sína í ljós og einnig koma með tillögu á nafni liðsins. Lýðræðisleg kosning mun fara fram innan tveggja vikna.

5. Þá voru menn valdir í lykilstöður innan félagsins og eru þeir sem hér segir:

Stjórnarmenn félagsins eru tveir, þeir Þorlákur Helgi Hilmarsson og Guðmundur Ingi Björnsson og er sá síðarnefndi stjórnarformaður.

Með framkvæmdastjórn og stöðu gjaldkera fer Kristján Andrésson.

Forstöðumaður styrktaraðilaöflunarsviðs er Þorsteinn Lár Ragnarsson.

Þjálfari liðsins er Ásbjörn Elmar Ásbjörnsson.

Í aðrar stöður hefur ekki verið skipað.


Meðlimir liðsins sem hafa staðfest þáttöku sína auk þeirra 10 sem að ofan greinir eru Kristján Andrés, Villi, Baldur og Jói Díler.

Aðrir sem ekki hafa staðfest þáttöku sína en hafa verið boðinn félagsskapur skulu vinsamlegast staðfesta þáttöku sína með Nafni og kennitölu hér undir í COMMENTS dálknum.

Kveðja,

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

flott að heyra að það er hugur í mönnum. Stefnan verður að sjálfsögðu sett hátt og ekkert nema sigur kemur til greina næsta sumar. Útihlaup verða 2 í viku og lyftingar samkvæmt þörfum hvers og eins. Ef menn mæta seint á æfingar er sekt í formi englahoppa. Refsingarskilmálar fyrir að sleppa æfingu án þess að láta vita eru í bígerð en hlutir sem slíkir skúrkar gætu átt von á eru t.d þvagsprengjur í sturtu eftir æfingar. Þéttingsfastir kinnhestar og annarskonar niðurlægjing. Svo þarf að Koma Liggedí í eitthvað form þar sem félagsmenn Gullu pungs sætta sig ekki við að menn séu með bumbuna yfir beltið eins og þeir segja. Æfingar hefjast fljótlega og liðsmenn munu mæta í almennilegumskófatnaði (logi) og þeir sem ætla að taka upp á því að svindla í útihlaupum (balli, logi) verða teknir fyrir með þvagsprengjum
Með von um gott sumar
drengurinn

12:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Einnig væri mjög gott ef einhver gæti reddað aðildarfélagi að ÍSÍ (má vera keilusamband þessvegna) til að redda okkur inngöngu í bikarkeppnina, það er reyndar búið að draga en möguleiki samt sem áður að koma okkur fyrir.

Kv. Kristján

7:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sælir félagar. Í sambandi við nafnið á þessum ónefnda knattspyrnuklúbbi þá styð ég eindregið nafnið Pungmennnafélagið Gulla. Vona að menn fari að ákveða nafnið svo að maður geti farið fyrir liðinu og gert alllt til þessa að leiða liðið á sigurbraut með ykkar hjálp kæru vinir og liðsfélagar.
Með þökk Guðmundur Ingi Björnsson fyrirliði ónefnds knattspyrnuklúbbs

8:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég sting upp á því að Sigurður Logi verður vef- og ritstjóri klúbbsins

12:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

blessaðir félagar,

ég er geim í þetta

kv,
steinar

12:40 AM  

Post a Comment

<< Home