Pungmennafélagið Gulla

Wednesday, April 26, 2006

Fyrsta mark félagsins

Pungmennafélagið 2 Fc Reynir 0

Hans úr Hreðjaríki a.k.a. snarbilaði þróttarinn komst á blaðsíðu 1 í sögu félagsins, sem orðnar eru 2, eftir að hafað skorað fyrsta mark félagsins með óverjandi skoti úr aukaspyrnu. Fær Hans engin verðlaun en hins vegar bíða glæsileg verðlaun þess leikmanns er fyrstur skorar 100 mörk fyrir félagið eða 10 skipta klippikort kort í lazer-tag. Sjónvarpsstjarnan og athafnamaðurinn Þrusu Lár setti seinna markið með þrumufleyg í markmann og inn.
Allir leikmenn liðsins stóðu sig ágætlega og var leikur okkar manna nokkuð góður. Það eina sem vantar er sæmilegt leikform ef við ætlum okkur uppúr A-riðlinum og í úrslitakeppnina.

Það eru tólf lið í okkar riðli, sem eru þrír. Tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina og tvö þau lið í þriðju sætum riðlanna með besta árangurinn.

Við setjum stefnuna að sjálfsögðu á 1. sætið í okkar riðli.

Svo er planað, f. þá sem vilja taka útihlaup, að hittast kl. 1200 og taka 1-2 stíflur á laugardaginn. Setjið í komment hvort þið komist. Svo verður unnið í fleiri æfingaleikjum.

Að endingu er rétt að minna þá sem ekki hafa borgað félagsgjaldið að það er undir þeim komið hvort að við fáum búninga í tæka tíð. Ekki viljum við vera berir að ofan eða í vestum í fyrsta leik. Það tekur sinn tíma að panta búningana og því verða menn að borga gjaldið undireins, þetta eru skitnar 10 þús kr. f. búninga til eigu og u.þ.b. einn leik í viku í sumar. Það eru ekki til neinar afsakanir. Ef menn hafa ekki ráð á þessu þá má benda á yfirdráttarheimildina klassísku sem hægt er að notfæra sér og borga upp í sumar. Lítið tap í því.

kveðja,

Saturday, April 08, 2006

Já Halló

Sumarið er að bresta á og pungmennafélagið þarf að fara spýta í lófana.

Krissi er búinn að borga gjaldið úr eigin vasa og því þurfa menn setja inn 10 þússara undireins. Reikningurinn er í færslunni að neðan.

Búningamál voru sortuð út á fundi sem haldinn var á blásteini föstudaginn 7apríl

Er búningurinn okkar blár svartar stullur og svartir sokkar. Einkennilega blár en afar fagur.

Við þurfum einnig að staðfesta þáttöku fleiri manna....það er alltaf jákvætt að fá fleiri menn, þar sem meiðsli og slæmt form hafa verið okkar akkílesarhælar í gegnum tíðina.

Einnig að þeir sem að geta reddað æfingjaleikjum, þá sérstaklega gegn liðum sem hafa aðgang að völlum, gerið það í snatri.

Einnig þurfum við að vinna í sponsum, redda því kvikindi eins fljótt og auðið er.

kveðja,

Monday, April 03, 2006

Sælir

Jæja nú þurfa menn að borga fé..

10 þússarar á

reikningsnúmerið 1157-05-400752

kt. er 240882-5159

kveðja,